Íslenska

Norræna Vatnslitafélagið - Nordiska Akvarellsällskapet – er samstarf norrænu þjóðanna, fólk frá öðrum löndum er velkomið í félagið. Hlutverk félagsins er að efla og þróa vatnslitinn sem listrænan miðil og auka tækifæri myndlistarmanna og áhugafólks til að nálgast miðilinn á ýmsan hátt. Félagið er opið öllum, jafnt fagfólki, frístundamálurum og þeim sem áhuga hafa á myndlist og vatnslitatækninni.

Meðlimir fá vandað blað - Akvarellen- fjórum sinnum á ári með vel skrifuðum greinum og myndum um norræna og alþjóðlega vatnslitamálara, ásamt upplýsingum um námskeið, sýningar og margt fleira. Hægt er að mynda sambönd við aðra vatnslitamálara og áhugafólk, einnig að taka þátt í námskeiðum, sýningum og fleiru á vegum félagsins. Valið er inn á sýningarnar af dómnefnd sem samanstendur af þekktum vel menntuðum listamönnum og eru sýningarnar haldnar til skiptis í norrænu löndunum. Hægt er að skrá sig á póstlistann fá fréttabréf og fylgjast með því nýjasta sem er að gerast hjá félaginu. Skráning er opin öllum hvort sem er meðlimum eða öðrum áhugasömum og fer skráning fram með því að senda e mail til Marianne Gross: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Á heimasíðu félagsins er hægt að nálgast greinar úr Akvarellen á ensku, auk fleiri upplýsinga. www.nordicwatercolour.org

Til að gerast meðlimur í Norræna Vatnslitafélaginu þá sendu póst á Eddu Þóreyju Kristfinnsdóttur, sem situr í stjórn NAS fyrir Íslands hönd á e mailið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Árgjaldið er 5000 íslenskar krónur og borgist inn á 0114-05-570180, kt.080256 4939. Senda þarf tilkynningu með upplýsingum um nafn, heimilisfang, póstnúmer og símanúmeri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.